Féleg fylgd

Féleg fylgd

Það er snemma vors. Höggvís vindur lemur húsið, stíf suðvestan átt, ógurlegur belgingur. Snæviþaktar grundir. Lítill sólargeisli læðist yfir grákalt haf og staðnæmist í hvítri brekku hinumegin fjarðar. Ég læt hugann reika, hef látið mig dreyma um örstuttan skíðatúr í marga daga en ekki átt heimangengt vegna veðurs. Hugsa svo með mér að ef til vill er lygnara hinum megin fjarðar, þar sem sólin skín og ávalar heiðar skýla fallega fannbörðum brekkunum.

Súlusveigjur og skíðabeygjur

Súlusveigjur og skíðabeygjur

Sennilega hægt að velta sér lengi upp úr því hvert hið raunverulega bæjarfjall Akureyringa er og ekki úr vegi að ímynda sér að flestir bæjarbúar myndu nefna Súlur í slíkri upptalningu, þessir fallegu pýramída-löguðu tindar sem rísa yfir bænum í suðvestri, við mynni Glerárdals. Nær Akureyri Ytri-súla, en litlu sunnar Syðri-súla, örlítið hærri.