Glerárdalur Tröllaskagi Súlur skíði

Súlusveigjur og skíðabeygjur

Súlusveigjur og skíðabeygjur

Sennilega hægt að velta sér lengi upp úr því hvert hið raunverulega bæjarfjall Akureyringa er og ekki úr vegi að ímynda sér að flestir bæjarbúar myndu nefna Súlur í slíkri upptalningu, þessir fallegu pýramída-löguðu tindar sem rísa yfir bænum í suðvestri, við mynni Glerárdals. Nær Akureyri Ytri-súla, en litlu sunnar Syðri-súla, örlítið hærri.