Hlaup

Rómaður Rocky

Rómaður Rocky

Sjaldnast hægt að stóla á blessaða blíðuna. Við stödd í ballarahafi, miðja vegu í algleyminu, Ameríka - Rússland. Golfstraumurinn lætur sér nægja að blása hingað heitum vindum endrum og eins, þess á milli noprum við í kuldanum. Hvað sem því líður, fastir liðir eins og venjulega; vinna, sofa, borða, þess á milli gerum við okkur far um að lífga upp á mannsandann. Hreyfing grundvöllurinn að betra lífi stendur einhversstaðar skrifað, - en hvað með allt þetta myrkur? 

Tina Emelie Forsberg tindar, trú og þróttur

Tina Emelie Forsberg tindar, trú og þróttur

Hún fer hratt yfir, staldrar stutt við og gefur ekkert eftir í brekkunum. Breitt brosið er sjaldnast skilið eftir heima. Emelie Tina Forsberg fæddist í litlu þorpi í austurhluta Svíþjóðar árið 1986. Hún er ein af sterkustu fjallvegahlaupurum Svía og þó víðar væri leitað. Hún hefur unnið til ótal verðlauna á heimsvísu og er þekkt fyrir endalausa bjartsýni og ótrúlegt þolgæði.