Fróðleikur

Ég heyrði það í holum rómi samviskunnar: Hvert er þitt land?

Ég heyrði það í holum rómi samviskunnar: Hvert er þitt land?

Í gegnum tíðina hafa ferðabækur og ferðalýsingar verið vinsælt lesefni á borðum landsmanna og oftar en ekki hafa þær lýsingar varpað ævintýralegum bjarma á sögu og menningu þjóðarinnar. Þá hafa Íslendingar verið misánægðir með þessar frásagnir og höfundarnir stundum sætt harðri gagnrýni og fengið óvæginn dóm fyrir sögur af landi og þjóð.

Hér verður fjallað um ferðabækur tveggja ólíkra kvenna sem lögðu í ferðalag um Ísland á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Annarsvegar bókina Nordlandfahrt. Eine Reise nach Skandinavien und Island im Jahre 1845, eftir Idu Pfeiffer og hinsvegar Ísafold. Reisebilder aus Island eftir Inu von Grumbkow. Segja má að þessar tvær konur hafi verið frumkvöðlar á sínu sviði og ef til vill ekki hlotið sanngjarna umfjöllun um verk sín á sínum tíma.

Önnur sýn, Alfred C. Kinsey

Önnur sýn, Alfred C. Kinsey

Alfred C. Kinsey fæddist árið 1894 og dó 62 ára að aldri árið 1956. Hann var bandarískur og  frumkvöðull á sínu sviði.  Feril sinn hóf hann sem skordýra- og plöntufræðingur, en fékk að margra áliti aldrei þá viðurkenningu sem hann átti skilið fyrir þau verk sem hann vann á þeim vettvangi. Hinsvegar er Kinsey einna þekktastur fyrir að vera fyrsti lærði kynfræðingur mannkynssögunnar og fyrir útgáfu bókanna Sexual Behavior in the Human Male (1948) and Sexual Behavior in the Human Female (1953).

Gæfa og gjörvileiki

Gæfa og gjörvileiki

Draumar, þrár og óskir, ólíkar frá einum manni til annars, en allar stefna í sömu átt, að bættu og hamingjuríkara lífi. Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um hvernig fanga skuli veruleikann þannig að úr verði farsæld og velfarnaður.  Hér á eftir fara heilabrot og pælingar um hamingjuna

Veðrabrigði og veðurfylgjur

Veðrabrigði og veðurfylgjur

Til forna var hagur Íslendinga að mestu kominn undir tíðarfarinu. Þá var engin furða þó að menn gerðu sér far um að ráða í veður á einn eða annan hátt. Sumir lögðu sig fram um að skoða hátterni hrafnsins á meðan aðrir lásu í garnir og gátu þannig séð fyrir um góða eða slæma tíð. Nú til dags notum við gervitungl í sama tilgangi, þó sennilega með meiri áreiðanleika.