„Horfðu til himins...“

Heiður himinn, jafnvel sól og stilla. Stundum ein og ein flugvél, hvít sakleysisleg rönd á bláum himni sem minnir á mannanna verk. Sannkölluð gæði, sjaldgæfur lúxus. - Hversu lengi eða í hversu mörg ár til viðbótar getum við notið þess að horfa upp til himins án þess að verða vör við tæki eða tól sem skyggja á ásýnd sólar, falleg ský eða marglitan regnboga?

Furðuverk á bláum himni, fyrirbæri sem svífa um, fjarstýrðar smávélar, öðru nafni drónar, ákveðnir kostir en að mörgu að hyggja. Gaman af því að halla sér aftur í sófanum og vafra í gegnum myndskeið sem tekin eru upp af dróna: skíði, flugeldasýningar, bátsferðir eða skoðunarferð um París, margt í boði. Um leið staldrað við:  „Verður þetta það sem koma skal?“

pexels-photo-531272.jpeg

Drónaframleiðendur líta á háloftin sem mikilvægan hlekk í framleiðsluferlinu. Himininn er fjárfesting sem enn er nánast ónýtt. Drónaframleiðsla hefur stóraukist og hámarkinu ekki ennþá náð. Dróninn er ekki einungis vinsæll sem leikfang, heldur hefur hann verið nýttur í ýmislegt annað, svo sem í stríðsrekstur, landmælingar og björgunarstörf. Drónar geta verið gagnslausir en þeir geta líka þjónað mikilvægum tilgangi í flóknu samfélagi nútímans. Kunnugir telja að á allra næstu árum muni fara í hönd miklar breytingar. Þá vilja menn meina að framleiðslan á þessu sniðuga fyrirbæri sé orðin svo einföld og svo þróuð að verð muni lækka og drónaeign verða almennari. Um leið lendum við í vandræðum. Í fyrsta lagi mun heiður himinn heyra sögunni til. Í öðru lagi geta komið upp vandamál tengd umferð dróna í háloftunum.

Drónaframleiðsla hefur stóraukist og hámarkinu ekki ennþá náð. Dróninn er ekki einungis vinsæll sem leikfang, heldur hefur hann verið nýttur í ýmislegt annað, svo sem í stríðsrekstur, landmælingar og björgunarstörf.

Í einhverjum löndum hafa nú þegar verið sett lög og reglugerðir sem takmarkaflug  dróna um háloftinu og afmarka enn fremur flugtíma. Ráðamenn fleiri landa leggja drög að svipaðri lagasetningu. Þá eru í burðarliðnum lög um nýtingu dróna í auglýsingaskyni. Að mörgu er að hyggja enda drónar algjör nýjung á markaði.

Hinsvegar er talið að mál málanna muni snúast um að auðkenna drónana með þeim hætti að hægt verði að rekja þá til ákveðins eiganda og þar með sekta menn sem hafa verið uppvísir að lögbroti. Þá verði mun einfaldara að framfylgja reglum. Brendan Schulman framkvæmdastjóri DIJ, sem er einn af stærstu drónaframleiðendum í heimi, bendir auk þess á að auðkenning muni meðal annars tryggja það að hægt verði að gefa svigrúm til að fljúga drónum á nóttunni og gæta öryggis fólks. Þar með aukast notkunarmöguleikar drónanna.

Hinsvegar er talið að mál málanna muni snúast um að auðkenna drónana með þeim hætti að hægt verði að rekja þá til ákveðins eiganda og þar með sekta menn sem hafa verið uppvísir að lögbroti.

Hugmyndin er að, um leið og dróni flýgur í gegnum einhverskonar eftirlit geti hann gefið upp auðkenni og hugsanlega flugstefnu. Þar með er búið að koma upp drónaeftirlit eða drónalöggu. Gera má ráð fyrir að einhvern tíma muni taka að koma á fót umræddu kerfi og er áætlað að það muni taka um þrjú til fimm ár.

Hinsvegar er bent á mikilvægi þess að reglur og lagagerðir verði áþekkar á milli landa og auðkenningin eða ID-ið á svipaðan hátt hjá drónaframleiðendum. Þannig verði málin einfaldari og öryggi borgara tryggð, þar sem almenningi getur vissulega staðið ógn af drónum vegna þeirra óendanlegu möguleika sem notkun þeirra býður upp á. Því skiptir máli að reglur og lög verði sameinuð.

Nú þegar hafa birst fréttir hér á landi af meðal annars heimsendingafyrirtæki sem boðið hefur upp á matarafhendingar með dróna. Sagan segir okkur að það eigi eftir að stóraukast og ennfremur öll önnur nýting á þessu sniðuga fyrirbæri. Þar með vekur það mann til umhugsunar um hversu brýnt það er að huga að lögum og reglugerðum um notkun fyrirbærisins. Einhvern veginn verðum við að sameina alla þessa þætti svo sanngjörn niðurstaða fáist. - Því vissulega viljum við geta notið þess að horfa upp til himins áfram og bera höfuðið hátt.

Heimildir:
The Economist,The world in 2018. Tom Standage: Blue-sky thinking  
https://www.wsj.com/articles/should-you-be-allowed-to-prevent-drones-from-flying-over-your-property-1463968981
https://www.cnbc.com/2018/02/09/singapore-airshow-2018-faa-plans-to-create-rules-to-track-drones.html?__source=sharebar%7Ctwitter&par=sharebar
http://www.ruv.is/frett/dronar-sjai-um-ad-matarsendingar
http://www.visir.is/g/2016161229776