Þorsti

Í júlí árið 1943 sat George H. Smith hermaður í bandaríska skipaflotanum í gúmmíbát úti á rúmsjó, þá staddur norðaustur af Ástralíu við Salomoneyjar. Hann var þyrstur og velti því fyrir sér afhverju mannveran hefði ekki þann hæfileika að geta drukkið saltan sjóinn. Í þessum hugleiðingum renndi Smith öfundaraugum á sjófuglana sem lentu á bláum haffleti, stungu löngum goggi á kaf og fengu sér vænan sopa.

Smith varð enn gramari, hugsaði með sér: fugl eða maður, lítill munur þar á -  kjöt og bein, nánast sama samsetning. - Afhverju getur mannveran ekki drukkið salt vatn við þorsta? Smith tók ákvörðun, skaut sjófugl á færi og risti hann á hol. Nú gerði hann sér far um að rannsaka meltingakerfi fuglsins. Í þörmum fann Smith umtalsvert magn af fitu sem fuglinn virtist nýta til að brjóta niður salt á einn eða annan hátt. Smith gerði ráð fyrir því að ef hann hefði sömu fitu, þá gæti hann ef til vill lagt sér saltað vatnið til munns og notið góðs af. Smith át fituna úr fuglinum og drakk svo saltan sjóinn. Liðu nú fimm dagar þar til hann kom að landi, nokkuð vankaður en þó í óvenju góðu standi.

Smith tók ákvörðun, skaut sjófugl á færi og risti hann á hol. Nú gerði hann sér far um að rannsaka meltingakerfi fuglsins. Í þörmum fann Smith umtalsvert magn af fitu sem fuglinn virtist nýta til þess að brjóta niður salt á einn eða annan hátt.

Í framhaldi af þessari óvísindalegu rannsókn Smiths komu fram efasemdir, málið var ekki talið svo einfalt. Greinar birtust um að menn væru ekki sjófuglar og að drekka salt vatn á þennan hátt gæti leitt til dauða.

vector-drawing-man-rowing-boat-30039798[1].jpg

Læknar bandaríska sjóhersins gáfu það út að ástæðan fyrir því að Smith hefði ekki hlotið skaða af væri að hann hefði drukkið stóran skammt af fersku vatni áður en hann hóf tilraunina og auk þess hefði gert mikla skúr á fimmta degi sem varð til þess að Smith náði að drekka ferskt vatn um borð. Þá vildu menn meina að ef hann hefði mætt til leiks þyrstur og ef ekki hefði rignt á fimmta degi hefði Smith af öllum líkindum dáið úr þorsta.

Smith benti á að það magn sem hann hafði skilaði af sér í formi þvags á þessum fimm dögum hefði verið þrisvar sinnum meira en vatnsmagnið sem hann drakk. Augljóslega hefði hann geta dáið. Því miður hafa þær læknisfræðilegu greinar sem birtust í kjölfar þessarar tilraunar ekki náð til allra og því eimir enn af því að menn telji sig geta lifað af á hafi úti, án vökva, annars en þess sem sjórinn veitir.   

Í fjölmiðlum hafa birst greinar þar sem því er haldið fram að óhætt sé að drekka saltan sjó. Flestar þessara greina vísa í tilraun Dr. Alain Bombard sem rak á fleka frá Kanaríeyjum til Barbados 1952. Í framhaldi af tilraun Dr. Bombaird gerði franski herinn rannsóknir sem studdu þær kenningar að menn gætu lifað á söltu vatni úti á rúmsjó í meira en sex daga. Þar kemur fram að sjóinn verði að drekka í afar litlum skömmtum, aðeins nokkra desilítra í einu. Auk þess er bent á að ef sjór er drukkinn í meira en sex daga verði sá hinn sami að drekka umtalsvert af fersku vatni á sjötta degi til að losna við ákveðið saltmagn úr líkamanum áður en áfram er haldið. 

Þýtt og endursagt:

http://www.naturalhistorymag.com/picks-from-the-past/181950/thirst